SÍM

Samstarf um íslenska máltækni

GreynirCorrect

GreynirCorrect er málrýnir fyrir íslenskan texta. Málrýnir finnur stafsetningar- og málfarsvillur og aðstoðar þannig við skrif, hægt er að prófa málrýninn á vefsíðunni yfirlestur.is.

Hvað er málrýnir?

Málrýnir les yfir texta og finnur stafsetningar- og málfarsvillur[^1] og leiðréttir þær og/eða gefur ábendingar um það sem betur má fara.

greynircorrect-mynd1 greynircorrect-mynd2

Málrýnir nýtist einnig í máltæknihugbúnaði þar sem textagreining getur batnað ef villur eru leiðréttar áður en greining fer fram.

Notkun og dæmi:

Góðar leiðbeiningar um uppsetningu GreynirCorrect má finna á GreynirCorrect síðunni. Þegar pakkinn hefur verið settur upp er hægt að prófa málrýninn með correct á skipanalínu:

correct [-h] [--csv | --json | [--spaced] [infile] [outfile]

Einfalt prufudæmi er að nota echo og pípu (|) til þess að senda texta til leiðréttingar:

dæmi 1

Einnig er hægt að stilla form úttaksskrár á csv eða json (eins og fyrir Tilreiðarann) t.d.:

dæmi 2

Tenglar:

GreynirCorrect

Yfirlestur