SÍM

Samstarf um íslenska máltækni

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

https://arnastofnun.is/is

Tengiliður: Steinþór Steingrímsson, steinthor.steingrimsson@arnastofnun.is

Árnastofnun er miðstöð málfanga fyrir íslensku, þar er unnið að margvíslegum málheildum og þróun orðfræðigagna fyrir íslensku og íslenska máltækni. Þróun málfanga er helsta hlutverk Árnastofnunar innan máltækniáætlunar, en einnig kemur stofnunin að þróun stoðtóla og veitir margvíslega ráðgjöf, t.d. í leyfismálum.

Háskólinn í Reykjavík

https://lvl.ru.is/

Tengiliðir: Jón Guðnason, jg@ru.is og Hrafn Loftsson, hrafn@ru.is

Háskólinn í Reykjavík hýsir Mál- og raddtæknistofu þar sem stundaðar eru rannsóknir á tali og máltækni. Aðkomu Mál- og raddtæknistofu að máltækniáætluninni má skipta í tvennt: annars vegar rannsóknum og þróun í taltækni og hins vegar í rannsóknum og þróun sem snúa að textum, fyrst og fremst stoðtólum og vélþýðingum. HR stýrir söfnunum á talgögnum fyrir talgreiningu og talgervingu fyrir íslensku, m.a. í gegnum Samróm. Háskólinn í Reykjavík býður í samvinnu við Háskóla Íslands upp á meistara- og doktorsnám í máltækni.

Háskóli Íslands

http://linguist.is/language-and-technology-lab/

Tengiliður: Anton Karl Ingason, antoni@hi.is

Innan HÍ er unnið að fjölbreyttum rannsóknum í máltækni. Aðkoma HÍ að máltækniáætlun snýr fyrst og fremst að málrýni, söfnun og greiningu gagna um mál- og ritvillur í textum og hugbúnaðarþróun. Háskóli Íslands býður í samvinnu við Háskólann í Reykjavík upp á meistara- og doktorsnám í máltækni. Háskóli Íslands sinnir verkefnisstjórn frá hausti 2021, Þórunn Arnardóttir, thar@hi.is, og Gestur Svavarsson, gestur@obelisk.is, eru verkefnastjórar SÍM.

Grammatek ehf.

https://www.grammatek.com/

Tengiliður: Anna Björk Nikulásdóttir, anna@grammatek.com

Grammatek ehf. stýrði verkefninu fyrir hönd SÍM fyrstu tvö verkefnisárin. Grammatek sinnir einnig gagna- og hugbúnaðarþróun, fyrst og fremst innan taltækni og málrýni.

Miðeind ehf.

https://mideind.is/

Tengiliður: Vilhjálmur Þorsteinsson, villi@mideind.is

Miðeind sinnir fjölbreyttri þróun í íslenskri máltækni og tekur þátt í þróun stoðtóla, málrýnis og vélþýðinga innan máltækniáætlunar. Ásamt því að vinna að grunnþróun tekur Miðeind þátt í samstarfsverkefnum við þriðju aðila til þess að prufukeyra afurðir í raunverulegu vinnuumhverfi.

Tiro ehf.

https://tiro.is/

Tengiliður: Eydís Huld Magnúsdóttir, eydishm@ru.is

Tiro vinnur að þróun almennra og sérhæfðra talgreina fyrir íslensku og kemur að ýmsum verkefnum í taltækni innan máltækniáætlunar.

Ríkisútvarpið ohf.

https://www.ruv.is/

Tengiliður: Helga Lára Þorsteinsdóttir, helga.lara.thorsteinsdottir@ruv.is

RÚV tekur þátt í máltækniáætluninni með því að leggja til aðstöðu til upptöku á röddum fyrir talgervla og veita aðgang að efni úr safni sem nýtist til þróunar á talgreinum fyrir íslensku.

Creditinfo - Fjölmiðlavaktin ehf.

https://www.creditinfo.is/lausnir-og-gogn/fjolmidlar.aspx

Tengiliður: Kristín Helga Magnúsdóttir, kristinh@creditinfo.is

Hluti af starfsemi Creditinfo - Fjölmiðlavaktarinnar er að rita niður efni úr útvarpi- og sjónvarpi. Þessi reynsla er nýtt innan máltækniáætlunar til þess að rita niður efni á þann hátt sem nýtist við þróun talgreina, sem nýtast m.a. í fjölmiðlaumhverfi.

Blindrafélagið

https://www.blind.is/

Tengiliður: Kristinn Halldór Einarsson, khe@blind.is

Blindrafélagið hefur barist fyrir og tekið þátt í að tryggja að íslenska verði stafrænt tungumál. Möguleikar blindra og sjónskertra Íslendinga til að vera samfélagslega virkir í nútíma stafrænu umhverfi standa og falla með því hvort að fullnægjandi máltæknilausnir séu fyrir hendi á íslensku.

Hljóðbókasafnið

https://hbs.is/

Tengiliður: Gunnar Grímsson, gunnar.grimsson@hbs.is

Hljóðbókasafnið kemur inn í máltækniáætlunina með mikla reynslu af framleiðslu hljóðbóka á íslensku og skilning á þörfum fólks sem nýtir lesið efni fremur en texta á bók. Safnið hefur lagt til upptökur á efni fyrir þróun talgervla og kemur að mati á gæðum þeirra talgervla sem koma út á vegum áætlunarinnar.